top of page

AcroYoga grunnnámskeið

AcroYoga grunnnámskeið er fyrir alla. Algjöra byrjendur og þá sem vilja skerpa á grunninum. 

Engar kröfur eru gerðar um liðleika, styrk eða annað. 

ALLIR geta stundað AcroYoga

En hverju má búast við á grunnnámskeiðinu?

AcroYoga grunnnámskeið

Hreyfing - Tenging - Leikur

Á námskeiðinu verður farið í grunntækni og grunnstöður í AcroYoga. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa aldrei prófað AcroYoga og þeim sem hafa smá reynslu en vilja styrkja grunninn sinn. 

 

VILTU PRÓFA ACROYOGA?
Viltu læra að gera epískar pósur fyrir instagram?
Eða leika þér og æfa og vaxa í gegnum skemmtilegustu iðkun í heimi, með skemmtilegu fólki?
Þá skráirðu þig á grunnnámskeið hjá AcroYoga Reykjavík. 
AcroYoga byrjendanámskeið með Einari, Stefaníu og Ingibjörgu.

HVAÐ LÆRIRÐU Á NÁMSKEIÐINU?
Grunnstöður og grunntækni í AcroYoga, m.a. stöður og flæði en líka grunn í tælensku nuddi.
Líkamsvitund, líkamsbeitingu og -tækni til að gera iðkunina öruggari og skemmtilegri.
Við lærum að deila og hlusta. Við lærum að setja mörk og að virða mörk annarra.
Við tengjumst öðrum í gegnum samvinnu, leik og sameiginleg markmið.


HVAÐ ER AcroYoga?
AcroYoga er bland af félagafimleikum, yoga og tælensku nuddi með dass af sirkuslistum, klappstýruflippi og acro dansi. Tveir eða fleiri vinna saman í æfingunum og búa ýmist til stöður og flæði eða vinna með teygjur og nudd.
Meira um það á hér.


FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ?
Byrjendur og fólk sem vill læra grunninn í AcroYoga og þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og ótrúlega skemmtilegt. Fyrir þá sem vilja storka norminu og leika sér sem aldrei fyrr.
Fyrir fólk sem vill tengjast sjálfu sér og öðrum á einstakan hátt.
Námskeiðið hentar líka þeim sem hafa einhverja reynslu en vilja læra grunninn og taka sína iðkun á næsta level.
Ef þú mætir með opnum huga þá mun hjartað opnast á námskeiðinu.
Það er tilvalið að mæta með maka, vin, félaga eða nágranna - en einnig í góðu lagi að mæta stök.


HVAR?
Staðsetning hvers námskeiðs er auglýst sérstaklega.

KENNARARNIR:
Einar og Stefanía eru bæði útskrifuð frá AcroYoga International, stærstu AcroYoga samtökum heims og eru einu slíku kennararnir á Íslandi. Ingibjörg er reynslumikill fimleika- og júdóþjálfari og hefur margra ára acro reynslu.
Draumur Einars, Stefaníu og Ingibjargar er að hjálpa til við að byggja stórt, hlýtt og gleðilegt AcroYoga samfélag í Reykjavík og á Íslandi.
Markmið þeirra er að skapa öruggt, hlýtt og glaðlegt andrúmsloft svo að þér líði vel og að þú getir blómstrað.
Meira um kennarana hér og AcroYoga hér.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir þá máttu endilega heyra í okkur í skilaboðum eða senda tölvupóst á einar@acroyoga.is

IMG_20220321_195506_edited.jpg
bottom of page