top of page
PSX_20220321_120334_edited.jpg
Put down your phone and pick up your friends. 

Hvað er AcroYoga

Hreyfing   -   Tenging   -   Leikur

AcroYoga er bland af félagafimleikum, yoga og tælensku nuddi með dass af sirkuslistum, klappstýruflippi og acro dansi. Tveir eða fleiri vinna saman í æfingunum og búa ýmist til stöður og flæði eða vinna með teygjur og nudd. 

Í AcroYoga reynir á samvinnu og traust og einstök tenging myndast meðal iðkenda. 

AcroYoga er engu líkt og æfir líkamsvitund, liðleika, styrk og fimi en umfram allt þá lærum við að hlusta og deila á einstakan hátt.

 

AcroYoga blandar saman

  • hreysti og leik úr félagafimleikum

  • heilun og hreyfingu úr tælensku nuddi

  • tengingu og jafnvægi úr yoga

​

IMG_20220321_195506 (1).jpg

Félagafimleikar

Family_Yoga_Partner_Fitness-1296x728-Header-1296x728.webp

Yoga

IMG_20220321_205301.jpg

Tælenskt nudd

Saga AcroYoga

Hreyfumst  -   Tengjumst  -   Leikum

AcroYoga er var fyrst stofnað eða hannað í Bandaríkjunum árið 2003 af Jason Never og Jenny Sauer-Klein. Þau stofnuðu í kjölfarið AcroYoga International (acroyoga.org) sem eru stærstu AcroYoga samtök heims með yfir 1500 kennara um allan heim, þar af bara tvo á Íslandi; Einar og Stefaníu. Árið 2003 var einnig stofnaður annar skóli í Kanada; AcroYoga Montreal, sem blandar félagafimleikum, yoga og dansi með áherslu á fallega sýningu - á meðan AcroYoga International blandar eins og áður sagði, félagafimleikum, yoga og tælensku nuddi eða heilun. Jason og Jenny voru fyrst til að skipuleggja heildrænt kerfi og kennsluleiðbeiningar og ferðuðust í kjölfarið um heiminn til að þjálfa kennara og dreifa boðskapnum. 

Í dag má, til viðbótar við upprunalegu ræturnar tvær, finna ótal afsprengi sem kenna eftir sínum eigin leiðum með áherslur á ólíka þætti. 

​

Aðeins um sögu stoðanna þriggja sem AcroYoga byggir á. 

​

Félagafimleikar

Félagafimleikar (acrobatics) eru a.m.k. 7000 ára gamlir. Það hafa fundist styttur og myndir í steinum frá Egyptalandi hinu forna, Grikklandi og Kína. Félagafimleikar hafa síðan þá fundist á einhverju formi í gegnum alla mannkynssöguna frá íþróttaviðburðum í Rómaveldi til sýninga hjá sígaunum á miðöldum og að fyrstu formlegu sirkusunum frá 18. öld í Bandaríkjunum. Á fyrstu Ólympíuleikunum, árið 1896 í Grikklandi, voru fimleikar ein af sjö íþróttum sem var keppt í. Nútíma keppnis-félagafimleikar (competitive acrobatics) komu fyrst fram í Rússlandi á fjórða áratug síðustu aldar og dreifðust um allan heim upp úr 1970. Hollenskir félagafimleikar voru þróaðir og kenndir af honum goðsagnakenndu Comi bræðrum og Osmani systrum frá 1970. Þeir voru bæði kenndir keppnisfólki og almenningi, þó að iðkun almennings væri á þægilegra stigi tæknilega. Í dag eru fimleikar (gymnastics) og félagafimleikar (acrobatics) stundaðir um allan heim og hátíðir utan um félagafimleika eru haldnar víða. Sirkusskólar hafa sótt í sig veðrið víða um heim og nokkrir skólar útskrifa núna kennara úr félagafimleikum. 

​

​

​

​

​

​

 

Yoga

Uppruna Yoga er hægt að rekja meira en 5000 ár aftur í tímann, til Norður Indlands. Í dag eru til ótal skólar og tegundir af yoga og sitt sýnist hverjum um þróunina. Til að drepa á nokkrum þeirra nýjustu má nefna, bjóryoga, kattayoga, geitayoga, hláturyoga, kannabisyoga, hundayoga o.s.frv. Hefðbundnari og eldri gerðir af yoga eru m.a. hatha yoga, vinyasa yoga, Iyengar yoga, Ashtanga yoga, Bikram yoga, yin yoga, restorative yoga, yoga nidra, kundalini yoga o.fl. 

Félagayoga (partner yoga) er ekki mjög algengt, en í því iðkar fólk yoga í pörum og finnur yogastöður og teygjur í samvinnu við félagann, sem getur m.a. ýmist togað eða ýtt á félaga sinn til að ná fram stöðum og jafnframt finnur fólk þannig tengingu og nánd við sinn félaga. Í félagayoga er almennt ekki verið að lyfta fólki frá jörðinni líkt og gert er í AcroYoga. 

​

​​

Tælenskt nudd - Therapeutic touch -  Heilun

Tælenskt nudd er sömuleiðis ævaforn meðferð sem hefur verið stunduð í Tælandi í rúmlega tvöþúsund ár. Það er talið að tælenskt nudd hafi verið þróað fyrir rúmlega 2500 árum af Jivaka Kumar Bhaccha (Shivago Kompara) sem var vinur Buddha og hafði yfirgripsmikla þekkingu á læknisfræði. Þrátt fyrir að þróun tækninnar og aðferða tælensks nudds hafi orðið í Tælandi þá er hægt að rekja uppruna meðferðarinnar til Indlands og það má sjá mikil áhrif frá indverska Ayurvedic lækningakerfinu. Áhrif jógískrar heimspeki í tælensku nuddi benda enn frekar til indversks uppruna þess. 

Meira má lesa um hvað tælenskt nudd er með því að smella hér. 

​

000cf1a48f870ef643f256.jpg
Acrobatic_Exercises_and_Game_of_Morra_(1878)_-_TIMEA.jpg
IMG_20220321_205301_edited.jpg
IMG_20220321_205434_edited.jpg
IMG_20220321_205126_edited.jpg

AcroYoga hugmyndafræðin

Öryggi  -   Nærvera  -   Hugrekki  -  Traust  - Skemmtun  -  Virðing

AcroYoga hefur vaxið hratt og margir ólíkir angar og samtök hafa sprottið upp í kringum iðkunina undanfarin ár. Alþjóðlega samfélagið fer sífellt stækkandi.

 

Þó að AcroYoga byggi á fyrrnefndum þremur stoðum, þá er iðkunin sitt eigið fyrirbæri og engu öðru líkt. 

Þótt maður gjörþekki og jafnvel kenni fimleika, félagafimleika, yoga eða stundi tælenskt nudd - þá gefa þessar iðkanir einar og sér á engan hátt nasaþefinn af því út á hvað AcroYoga gengur. 

Samlegðaráhrifin af þessum ólíku öngum eru það sem myndar töfrana. 

​

Samkvæmt kerfi og skipulagi AcroYoga international þá er minnsti fjöldi einstaklinga (byrjenda) sem ætti að stunda AcroYoga, þrír. Einn lyftari (base), ein fluga (flyer) og einn spotter, sem aðstoðar ef á þarf að halda og grípur fluguna ef jafnvægið svíkur. Lyftarinn ýmist liggur á gólfinu eða stendur og heldur flugunni á lofti, ýmist með höndunum eða fótunum. Góð samskipti, samhæfing og traust milli iðkenda eru nauðsynlegir þættir en þeir þróast og vaxa með tímanum. 

​

AcroYoga skiptist í sólaræfingar (solar practice) og tunglæfingar (lunar practice). Sólaræfingarnar eru meira krefjandi; yoga flæði, félagayoga og félagafimleikar; krefjandi stöður og flæði í bland. Það eru allar flottu myndirnar og myndböndin sem við sjáum á Instagram og TikTok. Tunglæfingar eru heilunarhluti AcroYoga. Bæði fljúgandi og liggjandi tælenskt nudd. 

Ofan á sólar- og tunghluta AcroYoga þá eru hefðir og samfélagslegir þættir sem eru mikilvægir í iðkuninni. Oftast er hitað upp með skemmtilegum og fjölbreyttum félagaæfingum og leikjum, sem brjóta ísinn og byggja traust. Oft setjumst við líka í hring fyrir og/eða eftir iðkun og tengjum allan hópinn saman, t.d. með því að deila hugsunum okkar eða með því að hugleiða eða syngja. 

​

AcroYoga er öllum aðgengilegt og hentar fólki af öllum aldri óháð líkamlegu ástandi. AcroYoga tekur fólk stundum út fyrir þægindarammann og storkar normi sumra hvað varðar snertingu. Við erum svo ótrúlega vön að snerta engan; í ræktinni, fótbolta, fimleikum, úti að hlaupa, í yoga og hvar sem við erum. Í AcroYoga þurfum við allt í einu að vinna náið með og í snertingu við aðra manneskju. Það minnir okkur kannski á hversu gaman það er að leika. Hvernig var að vera barn; með engin ímynduð samfélagsleg boð, bönn eða fordóma. 

Snertingin er stór hluti af tengingunni og heiluninni. 

Þessi fallegu mannlegu samskipti. 

Samskipti sem eru oft án orða og án tungumáls. 

​

Mikilvægasti þátturinn þegar kemur að AcroYoga er öryggi (safety). Bæði líkamlegt og tilfinningalegt. Við lærum að tjá okkur, hlusta og að setja mörk. Enginn fer lengra en hann treystir sér til. Og spotterinn er svo til öryggis. 

Önnur grunngildi AcroYoga international eru:

Nærvera og athygli (presense)

Hugrekki (courage)  

Allir með (inclusion) 

Skemmtun (fun)

Traust (trust)

Virðing (respect) 

​

Tvö heilræði sem gott er að hafa í huga þegar við erum ekki alveg viss um hvort við séum að nota rétta tækni í AcroYoga:

Í solar-iðkun: "If it's fun, you're doing it right"

Í lunar-iðkun: "If it feels good, you're doing it right"

​

Líkt og með yoga iðkun þá þurfum við hvorki styrk né liðleika til að byrja í AcroYoga. Með góðri leiðsögn og réttri tækni náum við ótrúlegum árangri og allir góðu hlutirnir fylgja í kjölfarið. 

​

Ef þú hefur áhuga á að verða hluti af AcroYoga samfélaginu þá ættirðu að smella hér og skella þér á næsta námskeið hjá okkur. 

Framtíð AcroYoga á Íslandi

Treystum  -  Opnumst  -  Leikum  

AcroYoga getur breytt heiminum! AcroYoga getur breytt fólki og samfélögum. AcroYoga eflir samvinnu okkar og samkennd. AcroYoga eykur virðingu okkar og traust til náungans. AcroYoga leyfir okkur að verða aftur börn; að leika, læra og hlæja. AcroYoga þjálfar liðleika, styrk, jafnvægi og samhæfingu. AcroYoga kennir okkar að hlusta, að tjá okkur og að setja mörk.

AcroYoga kennir okkur að virða mörk annarra.  

AcroYoga er krefjandi og ótrúlega skemmtilegt. 

Þurfum við eitthvað af þessu í lífið okkar?

​

Ég hef heimsótt AcroYoga samfélög í ótal löndum um allan heim og það er mögnuð upplifun í hvert einasta sinn. Á hátíðum, námskeiðum eða í kennaranámi - þar sem fólk úr öllum heimshornum kemur saman - er sama stemningin. 

Maður skynjar samstundis vináttuna, væntumþykjuna, virðinguna, traustið, öryggið og fallegu tenginguna. Og allt kemur þetta til sjálfkrafa, án þess að neinn þurfi að opna munninn.

Þar sem AcroYogar koma saman, þar er sameiginlegt markmið og sameiginleg hugsjón í andrúmsloftinu. Ólýsanleg og ómetanleg mannleg tenging verður.

Frá því ég uppgötvaði raunverulega AcroYoga og upplifði samfélögin sem geta myndast, þá fann ég djúpt í hjartanu að þessari iðkun, þessari gleði og hamingju, þessari mannlegu tengingu, yrði ég að deila með samferðafólki mínu á þessari jörð. 

Ég mun aldrei hætta að brenna fyrir AcroYoga. Ég mun aldrei hætta að leika mér í AcroYoga og að breiða út boðskapinn og ég mun gera allt til að skapa og styðja við öruggt, faglegt og skemmtilegt AcroYoga samfélag á Íslandi. 

Það er mín einlæg trú að AcroYoga geti bætt íslenskt samfélag og ýtt undir meiri einingu, meiri kærleik, meiri frið, meiri ást, meiri gleði og meiri vellíðan.

 

Ef þú hefur áhuga á að prófa AcroYoga, smelltu þá hér og sjáðu hvenær næstu námskeið verða.  

bottom of page